Það er ætlun okkar Samfylkingarfólks að reyna að vera sýnilegri hér á síðunni okkar á næstunni. Það hefur gustað vel í bæjarmálum að undanförnu og sýnist sitt hverjum hvað varðar störf bæjarstjórnarinnar. Eitt er þó hægt að segja að hún er að reyna að vinna með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi og eftir þeim stefnumálum sem sett voru fram í aðdraganda kosninga.
Auðvitað er það svo að ekki er hægt að framkvæma allt sem lagt er upp með í byrjun en fólk er samt allt að vilja gert til þess að koma á móts við þarfir og væntingar íbúanna. Framundan er fjárhagsáætlunargerðin og verður það ærin starfi að gera hana þannig úr garði að allir uni glaðir við sitt og skerðing á þjónustu verði með allra minnsta móti.
Ég vil minna fólk á að ef það vill koma að tali við mig um einhver tiltekin mál eða þá að koma með ábendingar þá er því frjálst að hafa samband hvenær sem er en sími minn er: 6637786 og netfangið: pallvalur@grindavik.is .
Páll Valur
Samfylkingarfélag Grindavíkurlistans
Bæjarmálablogg
miðvikudagur, 12. október 2011
miðvikudagur, 12. janúar 2011
Nýárskveðja

Það er af bæjarmálum að frétta að samstarf allra flokka gekk mjög vel á haustmánuðum þar sem tekist var á við fjárhagsáætlunargerð og málefni fatlaðra og eldri borgara. Það er kunnara en frá þurfi að segja að til töluverðs niðurskurðar þurfti að koma og sýndist sitt hverjum í þeim efnum. Því miður er það staðreynd að töluverður halli var kominn á bæjarsjóð eftir hin ýmsu ævintýri undanfarinna ára og ljóst að draga verður saman seglin í einhvern tíma. Það er von mín og eflaust annara að þessi niðurskurður komi ekki til með að hafa mikil áhrif á íbúa bæjarins þó að ljóst sé að hann komi til með að gera það að einhverju leyti. Við verðum að takast á við þennan vanda öll í sameiningu og vera þakklát fyrir það sem við þó höfum og vona að framtíðin beri í sér betri tíð með blóm í haga.
mánudagur, 25. október 2010
Miðbæjarskipulag og Festi
Viljum minna alla félaga og aðra á íbúafundinn um miðbæjarskipulagið á laugardaginn í Hópsskóla. Allir að mæta og láta gamminn geysa. Sjá nánar hér: http://grindavik.is/v/6355
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)