Grindavík

Grindavík
Grindavík

mánudagur, 11. október 2010

Bæjarmálafundur

Bæjarmálafundur var haldinn í kvöld í kaffistofunni hjá Þrótti og var vel mætt. Aðalumræðuefni þessara funda hafa verið komandi bæjarstjórnarfundir og svo þau mál sem hafa verið efst á baugi hverju sinni. Bæjarstjórnarfundinum sem vera átti næstkomandi miðvikudag hefur verið frestað um viku af tæknilegum ástæðum svo að dagskrá hans var þ.a.l. ekki tiltæk. Þess í stað ræddu menn og konur um daginn og veginn og voru umræður fjörugar enda Siggi Ágústar og Óli Sigurpáls báðir á staðnum. Þessir fundir munu verða mánaðarlega í vetur eins og undanfarin ár og leggst starfið vel í fólk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli