Grindavík

Grindavík
Grindavík

miðvikudagur, 12. október 2011

Vonandi líflegri síða

Það er ætlun okkar Samfylkingarfólks að reyna að vera sýnilegri hér á síðunni okkar á næstunni. Það hefur gustað vel í bæjarmálum að undanförnu og sýnist sitt hverjum hvað varðar störf bæjarstjórnarinnar. Eitt er þó hægt að segja að hún er að reyna að vinna með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi og eftir þeim stefnumálum sem sett voru fram í aðdraganda kosninga.

Auðvitað er það svo að ekki er hægt að framkvæma allt sem lagt er upp með í byrjun en fólk er samt allt að vilja gert til þess að koma á móts við þarfir og væntingar íbúanna. Framundan er fjárhagsáætlunargerðin og verður það ærin starfi að gera hana þannig úr garði að allir uni glaðir við sitt og skerðing á þjónustu verði með allra minnsta móti.

Ég vil minna fólk á að ef það vill koma að tali við mig um einhver tiltekin mál eða þá að koma með ábendingar þá er því frjálst að hafa samband hvenær sem er en sími minn er: 6637786 og netfangið: pallvalur@grindavik.is .          

                                                  Páll Valur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli