Grindavík

Grindavík
Grindavík

fimmtudagur, 14. október 2010

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga hófst í morgun og heldur áfram á morgun á Nordica hótelinu í Reykjavík. Á þessari ráðstefnu er farið yfir allt sem viðkemur fjármálum sveitarfélaga og er einkar fróðlegt og lærdómsríkt fyrir bæjarfulltrúa sem er að stíga sín fyrstu spor í bæjarstjórn að fá tækifæri til að sitja hana. Það er deginum ljósara að það tekur góðan tíma fyrir fólk að ná áttum í þessu starfi og maður er að læra eitthvað nýtt á hverjum degi ekki síst hvað varðar fjármál og rekstur bæjarfélags.

Mörg góð erindi voru flutt á ráðstefnunni í dag og það er ljóst að mikill og sársaukafullur niðurskurður bíður sveitarstjórnamanna við fjáhagsáætlunargerð á næstu vikum. Svo mun einnig verða hér í bæ og vonandi tekst okkur að ná mjúkri lendingu í þeirri vinnu sem framundan er. Það er mikilvægt að mæta þessu verkefni af æðruleysi og auðmýkt og reyna að ná sem víðtækastri sátt um hvernig best verður að samdrættinum staðið. Ég efast ekki um að okkur mun takast það og munum að með samstöðunni eru okkur allir vegir færir. Hægt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar hér ef einhverjir hafa áhuga: http://www.samband.is/verkefnin/fjarmal-sveitarfelaga/fjarmalaradstefnur/fjarmalaradstefna-2010//
                                    
                                                                                                                            Páll Valur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli